$133.00
4 vikna djúpslakandi Yoga Nidra námskeið með Ingu Ingjalds hefst 14. mars! Þriðjudaga og fimmtudaga kl 19:30-20:45
Yoga Nidra er djúpslakandi hugleiðsluaðferð sem miðar að því að færa líkama og sál inní djúpa slökun í vakandi vitund. Í þessari djúpu slökun myndast rými fyrir áreynslulausa streitulosun þar sem líkaminn losar um innri spennu og hleður orkubúskapinn. Auk þess myndast innri kyrrð og innra jafnvægi. Talið er að 45 mínútna yoga nidra hafi sambærileg áhrif á líkamann og þriggja til fjögurra tíma nætursvefn. Áhrif yoga nidra varir út daginn og næstu daga, bætir ma. svefn, dregur úr streitu, getur haft djúpstæð áhrif á hugsanamynstur og skapar innra jafnvægi.
Á þessu Yoga Nidra námskeiði gefst þér tækifæri til að kyrra hugann og endurnæra líkamann með djúpslakandi hugleiðslu. Tímarnir byrja á rjúkandi heitum tebolla til að ilja okkur í vetrarkuldanum. Síðan tekur við djúpslakandi hugleiðsla með aðferðum yoga nidra. Gongtónar munu hljóma undir lok tímans sem færa þér enn dýpri innri ró og hreyfa við orkusviði líkamans (á við um hluta tímanna)
Við hittumst tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl 19:30-20:45 í fjórar vikur
Verð: 18500 kr
ÞEMU HVERRAR VIKU:
TENGING OG ÖRYGGI er þema fyrstu viku. Við leitumst við að efla tengingu við okkur sjálf og tengja við innra öryggi.
SLEPPA OG TREYSTA er þema viku tvö. Sleppum tökum af því hverju því sem gagnast okkur ekki lengur, og eflum innra og ytra traust.
HEILUN OG ORKA er þema þriðju viku. Við leitumst við að heila það sem heila þarf og eflum orkuna innra með okkur.
INNSÆI OG ÁSETNINGUR er þema fjórðu og síðustu viku. Við eflum tengingu okkar við innsæið, styrkjum hljóm þess og leyfum því að leiða okkur áfram með ásetningi.
UM KENNARANN:
Inga Ingjalds hugleiðslu- og jógakennari leiðir námskeiðið. Hún hefur að baki sér bataferli eftir alvarlega örmögnun sem hún varð fyrir aðeins þrítug. Hún heillaðist af heilunarmætti og þeirri aukinni orku sem hún fann við reglulega yoga nidra iðkunn sem og þeim áhrifum sem iðkuninn hafði á taugasjúkdóm sem hefur fylgt henni til fjölda ára. Áhuginn varð slíkur að Inga skipti um starfsvettvang vorið 2019 og hefur kennt yoga nidra nær allar vikur síðan. Hún lauk yoga nidra kennsluréttindum hjá Jennifer Reis vorið 2019, 200 klst. Yogaflæði kennsluréttindum hjá Yoga Shala Reykjavík 2020 og 200 klst. Yin Fascia Yoga kennsluréttindum hjá Betu Lisboa árið 2022 þar sem áhersla er á trauma og bandvefslosun. Í dag brennur Inga fyrir að vekja fólk til umhugsunar um sjálft sig, eigið heilbrigði og að hlúa að sér. Notar hún til þess aðferðir markþjálfunar, yoga og yoga nidra, hugleiðslu og öndunaræfingar. Auk þess að kenna, hanna og markþjálfa er Inga móðir tveggja ungra stúlkna, maki og húsmóðir í útjaðri Reykjavíkur.
Afbókunarreglur Rvk Ritual vegna námskeiða og viðburða:
Full endurgreiðsla er í boði ef afbókað er með 48 klukkustunda fyrirvara.
ATH: ef afbókun berst með minni fyrirvara, þ.e. minna en 48 klukkustunda fyrirvara, áður en viðburður á sér stað
er endurgreiðsla ekki í boði en má þá nýta greiðslu sem inneign. Ekki er hægt að fá endurgreitt né inneign eftir að námskeið/viðburður hefst.
Rvk ritual ehf. Seljavegi 2, 101 Reykjavik Kt: 500320-0280 info@rvkritual.com Phone: +354 8674139