Yoga Nidra með Erlu - 3. Maí

18,500 kr

Yoga Nidra námskeið með Erlu Hrund! Þriðjudaga og fimmtudaga kl 17:20 – 18:10  í Rvk Ritual rýminu Seljavegi 2, 101. Reykjavík. Hefst 3. maí 2022

Yoga nidra er leidd djúpslökun sem hefur djúpstæð áhrif til heilunar, losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Nidra þýðir svefn og yoga þýðir eining, þannig þýðir yoga nidra vakandi svefn þar sem meðvitundin er vakandi en líkaminn fær djúpa hvíld og hugurinn hvílir í djúpri kyrrð. Talið er að 30 mínútur í yoga nidra geti verið á við 4 tíma svefn. Margir hafa notið góðs af því að iðka yoga nidra og iðkunin er sérstaklega áhrifarík til að vinda ofan af streitu og spennu. Heilsufræði ýmiskonar benda okkur á að streita geti verið orsök margra sjúkdóma eða ójafnvægis í líkamanum t.d. meltingartruflana, hormonaójafnvægis, þunglyndis og kvíða. Margir hafa fundið mikla heilsubót og andlega og líkamlega vellíðan í því að iðka yoga nidra.

Yogakennarinn Erla Hrund Hefur um það bil 20 ára yoga reynslu, hún byrjaði á Kripalu center árið 2000 og hefur kennt út um allan heim, London , Saudi Arabíu , Qatar og Danmörku. Bakrunnur hennar er í Ashtanga og Vinyasa flæði en því meiri sem hún kynntist mýktinni því meira fannst henni allir þurfa á henni að halda. Hún greindist sjálf með gigt þegar hún var um tvítug en hefur haldið henni niðri með Yoga Nidra og réttu mataræði. Erla er búin með 500YTT og kláraði Yoga nidra (I AM) advanced 2021 með Kamini Desai. Með reglulegri ástundun á Yoga Nidra er hægt að losna við gamla streitu , trauma og allskonar andlega og líkamlega kvilla sem við eigum til að safna ómeðvitað upp í líkamsminninu.

Á námskeiðinu má búast við að geta losað um stíflur og blokkeringar sem hafa myndast vegna hluta sem við höfum upplifað og hafa áhrif á líf okkar og líðan

Vika 1 – sleppa takinu af gömlu mynstri/venjum/ trauma

Vika 2 – sjálfsjafnvægi, andlegt og líkamlegt

Vika 3 – finna innri ró og öryggi

Vika 4 – að læra að hlusta á okkur sjálf óháð fortíð og framtíð


VERÐ 18.500 ISK // 143$

(hægt að fá kvittun fyrir stéttarfélag)