Stjörnuspeki workshop með Jöru Gian Töru - 8.jan

11,900 kr

“Welcome to the Spaceland of your origin”

Ertu forvitin/n um stjörnuspeki? Veistu smá en langar til að vita miklu meira? Þetta er námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á stjörnuspeki en vita ekki hvar þau eiga að byrja. Við munum fara yfir nægilega mikið efni til að gefa þér tækin til að geta skilið þitt eigið stjörnukort, og kort annarra, miklu betur.

Það skiptir ekki máli hvort þú sért alger byrjandi eða vitir slatta, þú munt örugglega fá mikið út úr námskeiðinu. Stjörnuspeki er magnað tæki til að skilja sjálfan sig og af hverju maður er eins og maður er. Sem hjálpar okkur að sýna bæði okkur sjálfum og öðrum meiri samúð og kærleika.

Það sem verður fjallað um:

  • 12 merki dýrahringsins
  • Sólin, tunglið og pláneturnar
  • Rísandi merkin
  • húsin 12 og tengslin þar á milli

Það sem þú þarft að vita: Hvar og hvenær þú ert fædd/ur og helst nákvæmlega klukkan hvað. Þeir sem vita ekki fæðingartímann og fæddust á Landspítalanum geta haft samband þangað til að fá tímann, en það er best að gera það tímanlega.

Ef þú getur ekki fengið að vita fæðingartímann þá getur þú samt fengið helling út úr þessu, en ef þú getur þá borgar sig að finna tímann. Það er fæðingartíminn sem gefur okkur rísandi merkið og húsin.

TÍMI Laugardagurinn 8.Janúar kl 13-16

VERÐ: 11.900

HVAR: Í RVK RITUAL SPACEINU, Seljavegi 2, 3 hæð

UM JÖRU: Jara Gian Tara er starfandi stjörnuspekingur og hefur unnið við það síðan 2018. Hún leggur stund á vestræna stjörnufræði og hefur lært bæði hefðbundna vestræna stjörnuspeki, forna stjörnuspeki og þróunar stjörnuspeki. Hún hefur haft áhuga á stjörnuspeki síðan hún var barn og verið að sanka að sér þekkingu síðan þá. Hún er önnur af stofnendum Tungl dagbókarinnar sem kemur út í annað sinn núna í ár. Jara hefur mikinn áhuga á táknfræði og dulspeki, bæði vestrænni og austrænni, og hvernig þetta allt blandast saman og hvernig við getum notað þessar hugmyndir til að verða betri manneskjur og gera lífið betra bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Þeir sem hafa sótt Self-Mastery námskeið Rvk Ritual þekkja hana sem gestakennara þaðan. Jara er einnig lærður kundalini yoga og hugleiðslu kennari og hefur einnig lært margar tegundir heilunar sem hún notfærir sér til að skapa heilandi rými í kennslu. Hún er starfandi tónskáld og tónlistarmaður ásamt því að hafa lagt stund á nám í tónheilun og gong leik.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email