Mömmujóga með Evu Dögg - 11. okt

$142.00

Dásamlegar gæðastundir fyrir mæður og börn í mömmujóga með Evu Dögg & Sólgerði Lúnu dóttur hennar.
4 vikna námskeið hefst 11. Október. Kennt er tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl 10:30-11:30

Tímarnir eru hugsaðir fyrir móðurina og að barnið njóti fagra tóna, samveru og umhverfisins. Lagt er áherslu á samfélag mæðra, mjúkar teygjur, styrkingu, hreyfingu, öndun og hugleiðslu. 

Kennari: Eva Dögg Rúnarsdóttir er þriggja barna móðir og hennar yngsta barn Sólgerður Lúna fæddist í júní og verður aðstoðarkennari Evu á námskeiðinu. Eva hefur kennt jóga um árabil og er lærður vinyasa yoga kennari og kundalini kennari. 

Innifalið er mánaðar aðgangur að online vellíðunaraðild Rvk Ritual með online hugleiðslum og hreyfingu og 30% afsláttur af opnum tímum í RVK RITUAL. Vikulega er farið á kaffihús eftir tímana fyrir þær sem vilja.

PRAKTÍK: Við mælum með að byrja ekki fyrr en 6 vikum eftir fæðingu. Börn velkomin með frá 6-8 vikna allt upp í 11-12 mánaða