Mömmujóga með Dagnýju & Ylfu Eik – 20. mars

$87.00

Dásamlegar gæðastundir fyrir mæður og börn í mömmujóga með Dagnýju Berglindi og aðstoðarkennara hennar Ylfu Eik sem er fædd í nóvember 2023

Tímarnir eru hugsaðir fyrir móðurina og að barnið njóti fagra tóna, samveru og umhverfisins. Lagt er áherslu á samfélag mæðra, mjúkar teygjur, styrkingu, hreyfingu, öndun og hugleiðslu.

4 vikna námskeið hefst 20. mars og verður 4 miðvikudaga  – kennt er einu sinni í viku alla Miðvikudaga 10:00-11:00 og farið á Hygge kaffihús eftir tímann saman sem er í sama húsi fyrir þær sem vilja.

NÁMSKEIÐ HEFST 20. mars

VERÐ: 11.900 kr

Kennari: Dagný Berglind Gísladóttir er tveggja barna móðir, jógakennari, keramiker og annar stofnandi Rvk Ritual. Dagný hefur kennt jóga um árabil og kennir blöndu af kundalini og vinyasa jóga með áherslu á öndun og að róa taugakerfið. 

Innifalið er mánaðar aðgangur að online vellíðunaraðild Rvk Ritual THE RITUAL CUB með online hugleiðslum og hreyfingu sem hægt er að gera heima við. 

PRAKTÍK: Við mælum með að byrja ekki fyrr en 6 vikum eftir fæðingu. Börn velkomin með frá 6-8 vikna allt upp að 10 mánaða


ATH: ef afbókun berst með minni fyrirvara, þ.e. minna en 48 klukkustunda fyrirvara, áður en viðburður á sér stað
er endurgreiðsla ekki í boði en má þá nýta greiðslu sem inneign. Ekki er hægt að fá endurgreitt eða fá inneign eftir að námskeið/viðburður hefst.

In stock