Kvöld Kyrrð með Ingu Ingjalds – 6. des

$43.00

Miðvikudagskvöldið 6. des milli 19:30 – 21:00 verður viðburðinn Kvöld Kyrrð með Ingu sem mun hjálpa þér að slaka og kyrra líkama og huga.

Kvöld kyrrð í rvkritual er rými fyrir þig til að kyrra líkama og huga með pranayama öndunaræfingum, hugleiðslu, spennulosun og yoga nidra djúpslökun. Allt með það í huga að þú upplifir innri kyrrð inní nóttina þína, komandi daga og vikur.

Öndunaræfingar sem tekar verða fyrir efla einbeitingu, kyrra hugann og koma ró á taugakerfið og líkamann.
Yoga nidra er hugleiðsla þar sem þú ert leidd/ur inní djúpa slökun og áreynslulausa streitulosun.
Þú þarft bara þig, forvitni og löngun til að vilja upplifa kvöld kyrrð. Engin þörf er á fyrri reynslu af hugleiðslu. Gott er að mæta í þægilegum fötum sem þrengja ekki að og reyna að borða ekki mikla máltíð 1 klst. fyrir viðburð.

UM KENNARANN:

Inga Ingjalds hugleiðslu- og jógakennari leiðir viðburðinn. Hún hefur að baki sér bataferli eftir alvarlega örmögnun sem hún varð fyrir aðeins þrítug. Hún heillaðist af heilunarmætti og þeirri aukinni orku sem hún fann við reglulega yoga nidra iðkunn sem og þeim áhrifum sem iðkuninn hafði á taugasjúkdóm sem hefur fylgt henni til fjölda ára. Áhuginn varð slíkur að Inga skipti um starfsvettvang vorið 2019 og hefur kennt yoga nidra nær allar vikur síðan. Hún lauk yoga nidra kennsluréttindum hjá Jennifer Reis vorið 2019, 200 klst. Yogaflæði kennsluréttindum hjá Yoga Shala Reykjavík 2020 og 200 klst. Yin Fascia Yoga kennsluréttindum hjá Betu Lisboa árið 2022 þar sem áhersla er á trauma og bandvefslosun. Í dag brennur Inga fyrir að vekja fólk til umhugsunar um sjálft sig, eigið heilbrigði og að hlúa að sér. Notar hún til þess aðferðir markþjálfunar, yoga og yoga nidra, hugleiðslu og öndunaræfingar. Auk þess að kenna, hanna og markþjálfa er Inga móðir tveggja ungra stúlkna, maki og húsmóðir í útjaðri Reykjavíkur.

VERÐ 5900 kr 


Afbókunarreglur Rvk Ritual vegna námskeiða og viðburða:
Full endurgreiðsla er í boði ef afbókað er með 48 klukkustunda fyrirvara.

ATH: ef afbókun berst með minni fyrirvara, þ.e. minna en 48 klukkustunda fyrirvara, áður en viðburður á sér stað
er endurgreiðsla ekki í boði en má þá nýta greiðslu sem inneign. Ekki er hægt að fá endurgreitt né inneign eftir að námskeið/viðburður hefst.

In stock