Jólajóga með Evu - Drop IN

4,900 kr

Gefðu þér jóga í jólagjöf!

Væri ekki frábært að eiga friðsælan desember, lausan við allt jólastress, kvíða tengdum hátíðunum og samviskubiti yfir neyslubrjálæði? Væri ekki dásamlegt að hefja hvern aðventusunnudag á sjálfrækt? Vakna svo á aðfangadagsmorgun full af gleði og eftirvæntingu eins og þegar við vorum börn?

Eva Dögg Rúnarsdóttir jógakennari og annar stofnandi Reykjavík Ritual mun leiða þig í gegnum aðventuna með jóga og hugleiðslu. Kennt verður útfrá Yamas og Nyamas, sem er rót jógafræðanna. Yamas og Nyamas snúast um hvernig við högum okkur gagnvart öðrum, okkur sjálfum og heiminum. Við munum síðan innleiða þennan fallega boðskap út í iðkunina okkar, lífið og nútíma hátíðarhöld. Markmiðið er að gefa nemendum verkfæri sem að hjálpa þeim að hægja á sér, taka sér tíma, njóta líðandi stundar og auka lífsgæði, hamingju og gleði. Einnig munt þú læra hvernig þú getur notað jóga til að vinna gegn kvíða, streitu og öðrum fylgikvillum desembermánaðar.
 Það skiptir ekki máli hvaða reynslu þú hefur. Hver og einn getur tekið þátt og notað þessar leiðir til að ná öðlast meira friðsæld í aðventunni. Tímarnir verða flæðandi, en hver tími einkennist af dharma – fræðslu, jógaæfingum og jógaflæði, öndun, slökun og hugleiðslu. Ilmheilun með hreinum þerapjútískum kjarnaolíum 90 mín. tímar

4 heppnir nemendur fá gjafapoka, en dregið verður úr aðventugjafapottinum hvern sunnudag fram að jólum.

HVENÆR: SUNNUDAGA Í DESEMBER

28. nóvember
5. desember
12. desember
19. desember

kl . 10:30-12:00

HVAR: í rvk ritual rýminu. Seljavegi 2, 3 hæð, 101 Reykjavík

VERÐ: 4900 kr fyrir stakann tíma

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email