ÍHUGUN OG ANDRÝMI - 15 jan

7,900 kr

Byrjenda námskeið í hugleiðslu og öndunaræfingum

Á námskeiðinu Íhugun & Andrými 2022 munu Eva Dögg & Dagný Berglind kenna áhrifaríka hugleiðsluaðferð og öndunaræfingar sem og innblástur og hvatningu að gera hugleiðslu að daglegri iðkun árið 2022
Eva og Dagný, stofnendur Rvk Ritual kenna hugleiðsluaðferð semn þær hafa þróað fyrir nútímafólk sem hefur nóg að gera en vill þó fá sem mest út úr lífinu. Tækni byggð á áralangri reynslu þeirra í að kenna yoga, núvitund og öndunartækni sem og reynslu þeirra við að nýta hugleiðslu og öndun í eigin lífi….. sem uppteknar framakonur og mæður! En báðar hafa þær sinnt krefjandi störfum; Dagný sem ritstýra og framkvæmdastýra og Eva sem fatahönnuður og markaðstjóri.
Stóra spurningin er, hvernig eigum við að hafa tíma til þess að sitja kyrr þegar það er alltaf nóg að gera? Við byrjum á því að skoða vandlega hvar við setjum orkuna okkar og athygli, því að þar leynist lykillinn. Erum við að deyfa okkur með mat, sjónvarpi, vinnu eða hugbreytandi efnum?
“Get high on your own supply” – Allt sem við þurfum er innra með okkur. Þegar við hægjum á okkur og hugsum betur um okkur sjálf þá eigum við meira til að gefa öðrum og á öllum sviðum lífsins.
Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt;
– Minnka stress og kvíða
– Fá meiri orku
– Fá tól til að takast á við stórar tilfinningar
– Tengjast betur innsæinu
– Skýrari sýn á lífið
– Koma í veg fyrir kulnun
Hvað færðu;
– Konkret hugleiðsluiðkun sem þú tekur með þér inn í nýtt ár
– Kennslu á áhrifaríkri djúpöndun fyrir andlega og líkamlega heilsu
– Innblástur og kraft inn í árið!
– Leidda hugleiðslu í hljóðfæl
– PDF vinnubók með öllum aðferðunum
– Boðið verður upp á nærandi jurtadrykk og snarl og einnig fá nemenedur 15% afslátt í verlsun Rvk ritual.
Námskeiðið kostar 7900 kr
Hægt að fá kvittun fyrir stéttarfélag með því að senda póst á info@rvkritual.com
Ef þú vilt gefa námskeiðið sem gjöf sendu okkur email og við sendum þér fallegt gjafabréf til að prenta út
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email