HÁDEGIS PILATES NÁMSKEIÐ - BYRJAR 10. OKT

$142.00

Okkur til mikillar gleði hefst hádegis námskeið í PILATES með Margréti Weisshappel í október!

4 vikna Pilates námskeið mánudaga og miðvikudaga kl 12:05-12:55. Byrjar 10. okt og er í 4 vikur

Pilates er uppskriftin að því að líta vel út að utan og að líða vel að innan. Pilates er stundum kallað „contrology“, þar sem er unnið með að stjórna hreyfingunum út frá miðju líkamans, innri kviðvöðvum og kjarnvöðvum sem styðja við hryggjasúluna. Áhersla er lögð á að styrkja miðjuna, hreyfingar í takt við öndun, teygjanleika vöðvanna og bætta líkamsstöðu með hverri æfingu fyrir sig. Pilates styrkir líkamann á hnitmiðaðan hátt, æfingarnar eru aðlagaðar að getustigi hvers og eins og því hentugar fyrir alla.

Margrét Weisshappel byrjaði að stunda pilates 16 ára en hún er með pilates kennararéttindi frá BASI Pilates Studio í Dublin. Hún hefur stóran part ævi sinnar þjáðst af bakverjum sökum hryggskekkju. Í vinnu sinni sem grafískur hönnuður þar sem mikillar setu og tölvuvinnu er krafist (eins og svo margir kannast við) hefur henni tekist að halda verkjum í skefjum með réttri líkamsbeitingu og styrkingu vöðva í kringum hrygginn, með aðferðum pilates.

Innifalið í námskeið er aðgangur að kennara, aukaæfingum, fræðslu í gegnum lokaðan instagram hóp.
Einnig er innifalið  aðgangur að RVK RITUAL online membership (fullt af vídjó hugleiðslum, jóga ofl til að gera heima) og 30% afsláttarkóði af opnum tímum í Rvk Ritual

HVENÆR: mánudaga og miðvikudaga kl 12:05-12:50

HVAR: Í rvk ritual SPACE Seljavegi 2, 3 hæð

VERÐ: 19900 kr // 142$

HVAÐ ÞARF ÉG: bara sjálfa/n þig og gott er að mæta í þægilegum fötum (íþróttaskór óþarfir)


(hægt að fá kvittun fyrir stéttarfélag)