Gongslökun & cacao - Alla föstudaga

2,700 kr

Öll föstudags hádegi kl 12:15-13:00 bjóðum við upp á cacao og gong slökun með Jöru til að mýkja okkur inn í helgina.

Í þessum tímum er lögð áhersla á að ná djúpri slökun í gegnum tónheilun og leidda slökun. Allir sem vilja fá kakóbolla með hreinu hjartaopnandi kakói sem við byrjum tímann á að drekka saman. Á meðan við drekkum þá talar Jara um orkuna sem er í gangi hverju sinni eða leggur inn stutta hugvekju (dharma talk). Maður fer slakur inn í helgina eftir þennan tíma.

Jara / Gian Tara er lærður kundalini yoga og hugleiðslu kennari og hefur einnig lært margar tegundir heilunar sem hún notfærir sér til að skapa heilandi rými í kennslu. Hún er starfandi tónskáld og tónlistarmaður ásamt því að hafa lagt stund á nám í tónheilun og gong leik. Þeir sem hafa sótt Self-Mastery námskeið Rvk Ritual þekkja hana líka sem stjörnuspeking því hún er starfandi stjörnuspekingur, les í tarot spil og hefur lagt stund á stjörnuspeki og ýmsar aðrar dulspeki hefðir síðustu 25 ár. Jara er önnur af stofnendum Tungl dagbókarinnar sem kemur út í annað sinn núna í ár.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email